Besti kokteilbar heims er í Barcelona

Mikið er lagt í framsetningu á kokteilabarnum heimsfræga, Paradiso.
Mikið er lagt í framsetningu á kokteilabarnum heimsfræga, Paradiso. Skjáskot/Instagram

Paradiso hreppti á dögunum fyrsta sæti á lista yfir bestu kokteilbari í heiminum. Þetta er í fyrsta sinn sem borg önnur en New York eða London vermir fyrsta sætið.

Frá því að staðurinn var opnaður árið 2017 hefur hann átt fastan sess á listanum en aldrei komist efst fyrr en nú. Hróður staðarins hefur borist víða og fólk flykkist hvaðanæva til þess að prófa kokteilana og jafnan er mjög löng röð fyrir utan staðinn.

Staðurinn er í El Born-hverfinu og auðvelt að ganga beint fram hjá honum þar sem lítið ber á honum (fyrir utan löngu röðina af kokteilþyrstum almenningi). Að innan er hann ævintýri líkastur, viðarklæddur frá gólfi og upp í loft með Gaudí-legum sveigjum. Kokteilarnir eru frumlegir og nýstárlegir. Í ár var þemað þróun mannkyns og urðu til m.a. kokteilar eins og „Fleming“, þar sem andagift var sótt í þróun pensilíns, eða „Voyager“, þar sem hugsað var til ferða mannsins út í geim.

En Barcelona átti fleiri staði á þessum lista eða samtals þrjá í tíu efstu sætunum.

Í þriðja sæti var staðurinn Sips og í sjöunda sæti Two Schmucks. Það er því ljóst að metnaðurinn er mikill í Barcelona hvað kokteila varðar.

Bæði íslensku flugfélögin, Play og Icelandair, fljúga einmitt til Barcelona svo það er stutt í bestu kokteila heims fyrir Íslendinga.

View this post on Instagram

A post shared by TWO SCHMUCKS (@two.schmucks)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert