Ekki bóka flug með símanum

Maður fær betri yfirsjón yfir hagstæð tilboð ef maður sleppir …
Maður fær betri yfirsjón yfir hagstæð tilboð ef maður sleppir símanum og sest við tölvuna. Ljósmynd/Pexels/PhotoMIX

Sérfræðingar mæla gegn því að fólk bóki flug með snjallsímanum sínum.

Mörg flugfélög hafa það fyrirkomulag að sífellt bætist eitthvað við sem þarf að kaupa í bókunarferlinu. Fólk fer inn á heimasíður flugfélaganna eftir að hafa séð flott tilboð á netinu en eftir því sem á líður bókunarferlið er heildarpakkinn ekki svo glæsilegur. Endaútkoman gæti orðið sú að heildarverð sé hærra en hjá keppinautunum.

„Það að versla á snjallsímanum er auðvelt og fljótlegt fyrir einfalda hluti eins og kattamat eða til að borga reikninga. En að kaupa flug er miklu flóknara þar sem maður þarf að hafa marga glugga og forrit opin til þess að bera saman verð og finna besta tilboðið,“ segir Sam Kennis hjá Nerdwallet.

„Það er allt í lagi að skoða flug í símanum en þegar þér er orðin alvara með að bóka ættirðu að fara í tölvuna. Þá er auðveldara að flakka á milli glugga og gera sér betur ljóst hvað felst í verðinu og hvort verðmunur sé á milli flugfélaga.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert