Á lista yfir bestu áfangastaðina 2023

Húsavík er á lista yfir bestu áfangastaðina til að heimsækja …
Húsavík er á lista yfir bestu áfangastaðina til að heimsækja árið 2023. Ljósmynd/Rafnar Orri Gunnarsson

Húsavík er á lista ferðavefsins Travel Lemming yfir bestu áfangastaðina til að heimsækja á næsta ári. 50 áfangastaðir eru á listanum og eru þeir jafn fjölbreyttir og þeir eru margir, en Húsavík er í 17. sæti listans. 

Travel Lemming er vinsæll ferðavefur sem gefur út leiðarvísa um ólíka staði um heiminn. Vefurinn nýtur mikilla vinsælda og á ári hverju lesa um sex milljónir manna hann. 

Seychelle Thomas, ferðablaðamaður Travel Lemming, mælir með því að ferðalangar skelli sér í hvalaskoðun á Húsavík og láti ekki lundana í Lundey framhjá sér far. Þá segir enn fremur að þrátt fyrir að fjöldi ferðamanna leggi leið sína til bæjarins til að fara í hvalaskoðun sé bærinn enn heillandi og haldi í rætur sínar sem sjávarþorp.

Þá er einnig mælt með því að fara í Sjóböðin, sem séu betri en Bláa lónið að því leyti að færri heimsæki böðin.

Efst á lista Travel Lemming er Lafayette í Louisiana-ríki í Bandaríkjunum. Í öðru sæti er Bútan og í því þriðja er Utila í Hondúras.

Sérstaklega er mælt með að heimsækja Sjóböðin á Húsavík.
Sérstaklega er mælt með að heimsækja Sjóböðin á Húsavík. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert