Ekki gera þessi mistök í ferðaskipulaginu

Það þarf að huga að ýmsu þegar ferðalög eru skipulögð.
Það þarf að huga að ýmsu þegar ferðalög eru skipulögð. Ljósmynd/Unsplash

Það er eitt og annað sem þarf að huga að þegar ferðalag er skipulagt. Tino Roco, sem vinnur við að skipuleggja ferðalög fyrir fólk, segir fólk yfirleitt gera tvenn mistök þegar það skipuleggur ferðirnar sínar. 

Ein af aðalmistökunum sem fólk gerir er að skipuleggja ferð í kringum einn ákveðinn ferðamannastað, eins og til dæmis Machu Picchu. Í stað þess að gera það mælir hann með að fólk leggist í örlitla rannsóknarvinnu og komist að því hvaða áhugaverðu staðir eru í grendinni. 

„Endilega farið á vinsæla staði eins og Machu Picchu og Taj Mahal, en leggið smá vinnu á ykkur og finnið út eitthvað skemmtilegt til að gera í leiðinni,“ sagði Roco. 

Ferðalög til Balí njóta mikilla vinsælda um þessar mundir.
Ferðalög til Balí njóta mikilla vinsælda um þessar mundir. Ljósmynd/Unsplash

Önnur mistök sem hann segir fólk gera sé að skipuleggja of mikið og skilja ekki eftir rými ef áætlunin skyldi breytast. Hann hvetur ferðalanga til að tileinka sér meira flæði þegar þeir kanna heiminn. 

„Það er freistandi að skipuleggja draumaferðalagið niður í mínútur, en þannig plön taka ekki alltaf til þess að eitthvað óvænt getur alltaf komið fyrir á ferðalögum. Sama hversu mikið þú skipuleggur, það getur alltaf eitthvað farið úrskeiðis,“ sagði Roco.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert