Hótelin í lélegustu jólamynd ársins

Lindsay Lohan leikur í jólamyndinni Falling for Christmas.
Lindsay Lohan leikur í jólamyndinni Falling for Christmas.

Leikkonan Lindsay Lohan sneri aftur á dögunum þegar kvikmyndin Falling for Christmas var frumsýnd á Netflix. Allir sem elska snjó og lélegar jólamyndir eiga eftir að elska myndina en hún gerist á skíðasvæði um jólin. 

Jólamyndin hefur verið afar vinsæl en hún er þó ekki sú besta. Hún er með 5,3 í einkunn á kvikmyndavefnum Imdb. Gagnrýnandi Guardian gaf myndinni einnig tvær stjörnur.

Umhverfið í myndinni er þó afar fallegt. Myndin var tekin upp á alvöruskíðasvæði en fyrir valinu varð svæði í Utah í Bandaríkjunum að því er fram kemur á vef People

Tvö hótel koma sérstaklega við sögu í myndinni. Hótelin heita í raun og veru Stein Eriksen Lodge Deer Valley og Goldener Hirsch Inn and Residences. Stein Eriksen-hótelið kom einnig fyrir í kvikmyndinni Getting There með tvíburunum Mary-Kate og Ashley Olsen í aðalhlutverkum árið 2002. 

Stein Eriksen Lodge Deer Valley kemur við sögu í Falling …
Stein Eriksen Lodge Deer Valley kemur við sögu í Falling for Christmas. Ljósmynd/Steinlodge.com

Hið fræga Stein Eriksen-hótel heitir í myndinni North Star Lodge og gengur reksturinn nokkuð illa. Í alvörunni gengur það mun betur og er þar meðal annars ný sundlaug. Það hefur einnig fengið fjölda verðlauna fyrir hversu gott skíðahótel það er en það er einmitt innblásið af norska skíðaíþróttamanninum Stein Eriksen. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert