Trump með fjölskyldunni í Egyptalandi

Ivanka Trump er í Egyptalandi með fjölskyldunni.
Ivanka Trump er í Egyptalandi með fjölskyldunni. Skjáskot/Instagram

Ivanka Trump, dótt­ir og fyrr­ver­andi ráðgjafi Donalds Trumps Banda­ríkja­for­seta, rétt náði að tæma úr kampavínsglasinu í brúðkaupi systur sinnar Tiffany Trump áður en hún pakkaði í tösku og flaug með fjölskyldunni til Egyptalands. 

Trump og eiginmaður hennar, Jared Kushner, eru nú á flakki um Egyptaland ásamt börnum sínum þremur, dótturinni Arabellu og sonunum Joseph og Theodore. Trump birti fjölda mynda úr ferðalaginu á Instagram. 

Faðir Trump tilkynnti í síðustu viku að hann ætlaði að bjóða sig fram á ný sem forseti Bandaríkjanna. Hún var ekki við hlið hans líkt og áður og sendi frá sér tilkynningu í kjölfarið að hún hefði ákveðið að einblína heldur á einkalíf sitt og uppeldi barna sinna. 

View this post on Instagram

A post shared by Ivanka Trump (@ivankatrump)

mbl.is