Gerir stólpagrín að bandarískum ferðamönnum

Laura Ramoso gerir grín að bandarískum ferðamönnum sem koma heim …
Laura Ramoso gerir grín að bandarískum ferðamönnum sem koma heim úr fríi frá Evrópu. Samsett mynd

Kona nokkur á TikTok hefur notið mikilla vinsælda undanfarið fyrir myndbönd sín þar sem hún gerir grín að bandarískum ferðamönnum sem koma heim úr fríi frá ýmsum Evrópuríkjum. Þar á meðal er myndband af ferðamanni að koma heim frá Grikklandi sem hefur fengið yfir 7,7 milljónir spilana á samfélagsmiðlinum.

Í myndböndum sínum gerir Laura Ramoso góðlátlegt grín að ferðamönnum sem heillast af áfangastöðum sínum. Þá hefur myndband hennar af bandarískri stelpu sem er nýkomin heim frá Frakklandi og talar með frönskum hreim slegið í gegn. 

Ramoso gerir líka grín almennt að fólki á ferðalagi og líka sjálfri sér. Myndband hennar að fara í gegnum landamæraeftirlit hefur einnig verið vinsælt.

mbl.is