Konungsfölskyldan tvístrast

Mary krónprinsessa og Friðrik krónprins ætla til Ástralíu um jólin. …
Mary krónprinsessa og Friðrik krónprins ætla til Ástralíu um jólin. Margrét Þórhildur verður heima. AFP

Margrét Þórhildur Danadrottning mun ekki verja jólunum með börnum og barnabörnum að því er fram kemur í tilkynningu á vef dönsku hallarinnar. Drottningin mun verja jólunum í Danmörku en synirnir verða erlendis. 

Margrét Þórhildur mun verja jólunum í Marselisborg í Árósum eins og hún er vön að gera. Á aðfangadagskvöld verður hún með systur sinni og vinum. Hún verður komin heim í Amalíuborgarhöll á gamlársdag. 

Friðrik krónprins og eiginkona hans Mary krónprinsessa ætla hins vegar að fara til Ástralíu. Mary er frá Ástralíu og er þetta í fyrsta skipti í fimm ár sem hjónin heimsækja Ástralíu. Yngri bróðirinn Jóakim prins og Marie eiginkona hans ætla í ferðalag um jólin með börnunum. Ekki kemur fram hvert förinni er heitið en það kemur þó fram að það sé langt síðan ferðalagið var skipulagt. 

Marie og Jóakim ætla í ferðalag um jólin.
Marie og Jóakim ætla í ferðalag um jólin. AFP

Það gekk mikið á í dönsku konungsfjölskyldunni í haust þegar Margrét Þórhildur ákvað að svipta börn Jóakims prinsa- og prinsessutitlum á nýju ári. Mögulega var jólafríið löngu planað hjá fjölskyldunni en varla hefur ákvörðun drottningar hjálpað þegar kom að skipulagi jólafrísins. Var Jóakim til að mynda alls ekki sáttur. 

Margrét Þórhildur.
Margrét Þórhildur. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert