Frumsýnir umdeilda vetrartísku í Frakklandi

Skjáskot/Instagram

Tónlistarkonan Rita Ora er stödd í skíðabænum Megève í Frakklandi um þessar mundir þar sem hún nýtur lífsins til hins ýtrasta í sannkölluðu lúxusfríi.

Af myndum að dæma er söngkonan stödd í fríi með vinkonum sínum, en Ora hefur verið dugleg að deila myndum frá fríi sínu á samfélagsmiðlum. Þær hafa eytt miklum tíma utandyra og notið náttúrunnar umhverfis skíðabæinn og varið tíma í stórkostlegri heilsulind í lúxusvillunni sem þær gista í. 

Ný vetrartíska?

Nýjasta myndaröð Ora hefur vakið sérstaka athygli, en hún deildi myndum af sér í vetrarfatnaði með glæsilegu útsýni yfir snæviþakin fjöllin. Sumir velta því fyrir sér hvort Ora hafi verið að frumsýna vetrartískuna, en hún klæddist þröngum silfurlituðum leggingsbuxum og þvengsamfellu við há stígvél. 

Tónlistarkonan deildi nokkrum myndum af sér í vetrardressinu.
Tónlistarkonan deildi nokkrum myndum af sér í vetrardressinu. Samsett mynd

Fötin minna óneitanlega á líkamsræktartísku í anda Jane Fonda frá níunda áratugnum, en aðdáendur söngkonunnar voru ekki allir jafn hrifnir af klæðnaði hennar. „Þetta lítur svo óþægilega út. Hvenær kemur konum til með að líða vel í tískufatnaði?,“ skrifaði einn aðdáandi hennar en aðrir lofuðu stíl hennar. 

Umdeild föt vekja athygli

Það verður spennandi að sjá hvort umdeilt dress Oru taki við af enn umdeildara dressi fyrirsætunnar Kendall Jenner sem var aðalmálið síðastliðinn vetur. Jenner deildi mynd af sér í agnarsmáu bikiníi og stórum kuldastígvélum sem vakti mikla athygli.  

View this post on Instagram

A post shared by Kendall (@kendalljenner)

Aðdáendur fyrirsætunnar skiptust í tvær fylkingar og annað hvort voru stórhrifnir af samsetningunni eða fundu því allt til foráttu. Þá höfðu margir áhyggjur af því að henni yrði kalt og fengi jafnvel kvef. Dressið virtist fá góðar undirtektir meðal áhrifavalda hér á landi, en leikkonan Kristín Pétursdóttir deildi sjóðheitri mynd af sér í anda Jenner sem vakti mikla lukku. 

mbl.is