Hönnunarparadís í Mexíkó slær í gegn

Ljósmynd/Airbnb.com

Við afskekkta strönd nálægt Oaxaca-borg í Mexíkó leynist sannkölluð hönnunarparadís, Casa Cosmos. Húsið er mínimalískt og algjörlega í takt við stórbrotna náttúruna sem umlykur það, en skemmtileg hönnun þess teygir sig út í umhverfið og skapar ótrúlega stemningu. 

Það er vel hægt að slaka á og njóta í Casa Cosmos, en í hönnuninni er lögð áhersla á að gestir komist í tengsl við náttúruna og hafi tíma til að hugsa um mikilvægi hennar. 

Hægt er að opna húsið upp að miklu leyti og hleypa inn náttúrunni, birtunni og ferska loftinu, en svo er hægt að loka því til þess að fá næði á kvöldin og nóttunni. Við hlið hússins er falleg sundlaug með hengirúmi þar sem láta má streituna sem fylgir daglegu amstri líða úr sér fjarri ringulreið stórborganna. 

Á þaki hússins er hægt að koma sér vel fyrir og fylgjast með sólarupprás á morgnana og sólsetri á kvöldin. Þar hefur svokölluðum „vatnsspegli“ verið komið fyrir þar sem stórkostlegt er að horfa upp í stjörnubjartan himininn. 

Í sumar kynnti Airbnb nýjung á heimasíðu sinni þar sem fólk gat valið húsnæði út frá fjölmörgum flokkum. Nú á dögunum bættu þeir við flokkum, en þar á meðal er flokkurinn Vinsælt núna.

Casa Cosmos er að sjálfsögðu á lista yfir vinsælustu gististaðina á Airbnb. Nóttin þar kostar um 206 bandaríkjadali, tæpar 30 þúsund krónur. Eitt svefnherbergi og eitt baðherbergi eru í húsinu, sem er hinn fullkomni áfangastaður fyrir tvo gesti í leit að rómantískri gistingu. 

Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
mbl.is