Fagna eins árs brúðkaupsafmæli í sólinni

Paris Hilton og Carter Reum eru lukkuleg á einkaeyjunni.
Paris Hilton og Carter Reum eru lukkuleg á einkaeyjunni. Skjáskot/Instagram

Hótelerfinginn Paris Hilton og eiginmaður hennar Carter Reum fagna sínu fyrsta brúðkaupsafmæli um þessar mundir. Hin lukkulegu hjón héldu upp á brúðkaupsafmælið á Maldíveyjum og gerðu sannarlega vel við sig. 

Hilton og Reum gistu á Waldorf Astoria Maldives Ithaafushi hótelinu sem er á einkaeyju á Idnlandshafi. Hilton deildi myndir úr fríinu og sagði hótelið vera eitt það fallegasta sem hún hefur komið á. 

„Þessi einkaeyja er sannarlega himnaríki á jörð. Það er svo fallegt, rómantískt og afslappandi að vera hérna. Alveg eins og í draumi. Mér finnst ég svo heppin að vera hér með ástinni í lífinu mínu að halda upp á brúðkaupsafmælið okkar,“ skrifaði Hilton við töfrandi myndir úr fríinu. 

View this post on Instagram

A post shared by Paris Hilton (@parishilton)

mbl.is