Reglan um 100 ml flöskur á útleið

Vonir standa til að ný tækni muni stytta biðtíma í …
Vonir standa til að ný tækni muni stytta biðtíma í öryggisleit. Ljósmynd/Pexels

Fyrirhugaðar eru breytingar á öryggisreglum á flugvöllum á Bretlandi. Með betri tækni verður hægt að fara í gegnum farangur farþega með þrívíddarmyndum, en ekki tvívíddarmyndum eins og er notast við núna. Þannig verður hægt að létta á reglum í öryggisleit og farþegar munu tekið með sér pakkningar sem innihalda meira en 100 millilítra af vökva.

The Times greinir frá og segir að unnið hafi verið að breytingunum síðan fyrir heimsfaraldur. Meðan á heimsfaraldri stóð frestaðist vinnan en fyrirhugað er að tæknin verði tekin upp á stærstu flugvöllum Bretlands fyrir mitt ár 2024. 

Þá munu farþegar ekki heldur þurfa að taka upp raftæki úr töskum sínum.

Stytti biðtímann

Frá árinu 2006 hefur reglan verði sú að farþegar megi aðeins taka með sér flöskur með 100 millilítra af vökva. Þurfa þær flöskur svo að vera í poka með rennilás. Nú þegar hafa verið gerðar tilraunir með þrívíddartæknina á Heathrow í Bretlandi. Hafa þær gengið vel.

Vonir standa til að með bættri tækni verði hægt að slaka á reglunum sem leiði af sér að biðtími minnki í öryggisleit. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert