Margir hugsa sér til hreyfings í aðdraganda jólanna og vilja upplifa sannan jólaanda í öðrum löndum. Í Washington D.C. má finna ítalskan veitingastað sem fer algjörlega og fullkomlega yfir strikið hvað jólaskreytingar varðar.
Staðurinn heitir Filomena og er hefðbundinn ítalskur fjölskylduveitingastaður. Við inngang staðarins má sjá hvernig ferskt pasta er útbúið með hefðbundnum aðferðum. Þá eru pastaréttir áberandi á matseðlinum.
Ef maður ætti einhvern tímann að prófa þennan veitingastað þá er það fyrir jól. Sjón er sögu ríkari.