Gunnar upplýsir um leyndarmálin

Gunnar Freyr Gunnarsson
Gunnar Freyr Gunnarsson Ljósmynd/Peter Mckinnon

Ljós­mynd­ar­inn Gunn­ar Freyr Gunn­ars­son er kominn með sitt eigið svæði á ferðavefnum Rexby.com en það er vettvangur þar sem áhrifavaldar, ljósmyndarar og aðrir sem ferðast mikið deila sérþekkingu sinni. Gunnar er meðal annars þekktur fyrir síðuna Icelandic Explorer. 

„Ég hef ferðast ótrúlega mikið um landið og hef byggt upp rosalega mikla þekkingu um Ísland sem er verðmæt fyrir fólk sem er að koma hingað – eða bara vill læra meira um Ísland,“ segir Gunnar og útskýrir að hver og einn er með sína síðu þar sem er að finna kort, ferðaplön og ferðaráð. 

Draumurinn um að lifa á ferðalögum

„Þetta byrjar með að maður býr til sitt kort þar sem maður setur inn alla staði sem maður mælir með og setur svo inn sínar eigin myndir. Til dæmis flott landslag, uppáhaldshótel, veitingastaði, kaffihús, böð og laugar – og svona leynistaði. Þegar maður er búinn að búa til kort, þá getur maður búið til sérhönnuð ferðaplön sem ferðamenn geta einnig geta keypt og svo fylgt. Þannig fá viðskipavinir í rauninni tilbúið ferðaplan sem þeir geta fylgt frá A til Ö,“ segir Gunnar þegar hann útskýrir hugmyndina á bak við Rexby.

Hann segir vefsíðuna ótrúlegan vinnusparnað fyrir ferðamenn. Sjálfur er hann líka með góð ferðaráð þar sem hann skrifar pistla á borð við hvað á að taka með þegar haldið er til Íslands og hvar á að taka góðar norðurljósamyndir. 

Fallegt landslag á Íslandi heillar Gunnar.
Fallegt landslag á Íslandi heillar Gunnar. Ljósmynd/Gunnar Freyr Gunnarsson

Gunnar ferðast mikið um, elskar að finna nýja staði og taka myndir. „Oft verða þeir frægir á Instagram og fólk vill vita hvar þessar myndir eru teknar. Ég er svo líka mikið fyrir að drekka gott kaffi og borða góðan mat þegar ég er að ferðast og þetta er eitthvað sem mig langar að deila - líka til að koma meiri traffík á flotta staði og styðja við þeirra rekstur,“ segir hann. 

„Ég er líka með mína „go to“ staði og oft eru þetta einstaklingar eða lítil fyrirtæki sem eru með eigin rekstur og gaman að geta hjálpað við að senda fólk þangað. Í rauninni hjálpar þetta draumnum sem ég átti til að byrja með um að geta lifað af því að ferðast.“

Það er gott að drekka kaffi á góðum stöðum í …
Það er gott að drekka kaffi á góðum stöðum í kringum landið. Ljósmynd/Gunnar Freyr Gunnarsson

Gunnar segir að fólk geta keypt sér aðgang að öllu efninu hans, kortum og ferðaplönum eða aðeins kortum eða stökum ferðaplönum en hann er með 320 sérvalda staði á svæðinu sínu. 

„Mér fannst rosalega gaman að búa til kort á Rexby, bæði af því það eru svo margir skemmtilegir og flottir staðir sem mig langar að mæla með og af því því að þetta gefur mér tækifæri til skapa tekjur í gegnum mína ástríðu sem er að ferðast og upplifa. Til dæmis fæ ég rosalega margar fyrirspurnir um „hvar þessi mynd var tekin“ eða bara „hvar er þetta“ og auðvitað er þetta oft þekking sem bæði hefur kostað mig bæði tíma og peninga - þannig geggjað að geta gert eitthvað út úr því á svona síðu. 

Gunnar mælir með fallegum stöðum á Rexby.
Gunnar mælir með fallegum stöðum á Rexby. Ljósmynd/Gunnar Freyr Gunnarsson

Líka í útlöndum

„Rexby er ekki aðeins fyrir Ísland en maður getur búið til Guide fyrir hvaða stað sem maður hefur sérstaka þekkingu á. Ég til dæmis átti heima í Kaupmannahöfn í mörg á og það væri sennilega næstu staður sem ég geri Guide fyrir.“

Værir þú til í að nota Rexby í útlöndum?

„Já 100%. Mér finnst geggjað að geta fengið ferðaráð og upplýsingar frá fólki sem ég lít upp til og sem ég treysti að eru með góðan smekk og vita hvað er gott. Það er í rauninni rosa mikið það sem Rexby snýst um. Oft er þetta fólk sem maður hefur fylgt lengi á samfélagsmiðlum og finnst þekkja – stundum án þess að hafa hitt í alvörunni.

Oft þegar maður er að fara á nýjan stað veit maður bara ekki hvar maður á að byrja á því að fá upplýsingar. Kannski hefur maður séð eitthvað á Instagram, Pinterest eða öðrum miðlum. En þetta er sjaldan á einum stað, svokallað „one-stop-shop“ og oft þarf maður rosalega mikið að vera stúdera og leita gegnum lengri tíma.“

Ísland er landið.
Ísland er landið. Ljósmynd/Gunnar Freyr Gunnarsson

Veit um ótal marga leynistaði

„Ég er rosalega mikið fyrir að stoppa á flottum stöðum og fá mér kaffi þegar ég er að ferðast – þar eru staðir eins og Litli bær á Vestfjörðum og Skool Beans í Vík í miklu uppáhaldi. Líka veitingastaðirnir Tjöruhúsið á Ísafirði og Slippurinn á Vestmannaeyjum sem eru ótrúlega flottir með einstaka upplifun.

Þegar kemur að landslagi þá finnst mér gaman að fara á staði þar sem maður getur fengið að vera svolítið einn í óspilltri náttúru. Ég reyni samt að hafa sjálfbærni á bak við eyrað og ekki lista staði sem eru viðkvæmir eða eru með of slæmu aðgengi. Staðir sem mig langar að taka fram eru til dæmis Klifbrekkufossar á Austurlandi, Sigöldugljúfur á leiðinni í Landmannalaugar og svo til dæmis Vestmannaeyjar almennt. Ég er með sérstakt ferðplan tileinkað Vestmannaeyjum. Mér finnst líka Hafnarhólmi á Borgarfirð Eystri alveg einstakur staður og sennilega einn besti staður á landinu til þess að skoða lunda.“

Reykjanesið er líka rosalega vanmetið svæði og ég hef gert mitt besta til að koma því á kortið líka. Til dæmis Stóra Sandvík, Lambafellsgjá og Krýsuvíkurbjarg staðir sem eru einstakir og mjög fáir ferðamenn. Svo finnst mér alltaf gaman að koma á Stokksnes í góðri birtu. Þetta er auðvitað þekktur staður en sem klikkar aldrei, bæði fyrir norðurljósamyndir, sólarupprás, hestamyndatökur og margt fleira. Þetta eru allt staðir sem eru á kortinu og það er auðvitað margt meira. Ég hef líka sett böð og náttúrulaugar á kortið – eitthvað sem annars getur verið erfitt að finna.“

Gunnar getur mælt með góðum borgara.
Gunnar getur mælt með góðum borgara. Ljósmynd/Gunnar Freyr Gunnarsson

Veturinn heillar

Ertu búinn að skipuleggja einhver spennandi ferðalög fyrir næsta ár?

„Mig langar að mynda landshlutana yfir vetrartímabilið þannig ég ælta að reyna að mynda mikið á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi í snjó og flottu vetrarumhverfi. Það eru svona kannski helstu ferðaplön á næstunni. Svo væri ég til í að útbúa plön fyrir New York, Færeyjar, Danmörk og mögulega Grænland á Rexby og mundi þurfa ferðast töluvert til að geta gert það og átt nógu míkið efni til að deila. Kaupmannahöfn, þar sem ég átti heima í fimm ár væri örugglega fyrst á dagsskránni fyrir það. Yfir sumartímabilið þá væri það 100% að ferðast meira um hálendið og mynda þar,“ segir Gunnar. 

Það er hægt að nálgast öll leyndarmál Gunnars á svæðinu hans á Rexby.com. Allur pakkinn er 50% afslætti þangað til mánudag með kóðanum 50PCT. 

mbl.is