Sleikir sárin á Havaí

Harry Styles og Olivia Wilde hættu nýverið saman eftir tveggja …
Harry Styles og Olivia Wilde hættu nýverið saman eftir tveggja ára samband. Samsett mynd

Það hefur mikið gengið á í lífi leikstjórans Oliviu Wilde undanfarið ár, en hún er um þessar mundir stödd í fríi á Havaí þar sem hún jafnar sig á erfiðum sambandsslitum. Tvær vikur eru liðnar frá því að tilkynnt var um sambandsslit hennar og tólistarmannsins Harry Styles. 

Wilde og Styles voru saman í rúmlega tvö ár, en samband þeirra var litað af dramatík frá fyrsta degi. Þau kynntust við upptökur á kvikmyndinni Don't Worry Darling sem Wilde leikstýrði, en Styles fór með eitt af aðalhlutverkum kvikmyndarinnar, en deilur innan leikarahópsins voru áberandi í fjölmiðlum. 

Upplifðu hæðir og lægðir

Sambandsslitin eru sögð hafa reynst Wilde erfið þar sem þau hafi komið henni virkilega á óvart. „Hún er vonsvikin. Þetta er bara erfið staða. Þrýstingurinn frá almenningi hefur reynst þeim erfiður. Þau hafa upplifað hæðir og lægðir í gegnum sambandið,“ sagði heimildarmaður People

Nú er Wilde hins vegar stödd í fríi á Havaí með vinkonu sinni, frumkvöðlinum Babs Burchfield og deildi mynd af þeim vinkonum á ströndinni. Af myndinni að dæma var fríið akkúrat það sem Wilde þurfti á að halda, enda mikil gleði hjá vinkonunum. 

View this post on Instagram

A post shared by Olivia Wilde (@oliviawilde)

mbl.is