Nútímastjörnur sem hafa búið á hótelum

Stjörnur á borð við David og Victoriu Beckham hafa verið …
Stjörnur á borð við David og Victoriu Beckham hafa verið búsettar á hótelum víða, en Beckham-hjónin hafa búið á hóteli í Madríd og París. ACTION IMAGES

Fínum hótelum fylgir iðulega mikill lúxus og þægindi. Stjörnurnar eru ekki ókunnugar því og hafa margar hverjar tekið upp á því að flytja hreinlega inn á hótel til lengri tíma, en listinn yfir stjörnur sem hafa verið búsettar á hótelum er ansi langur.

Hér áður fyrr bjuggu goðsagnir á borð við Marilyn Monroe og Elizabeth Taylor á hótelum eins og mörgum er kunnugt, en færri vita þó af þeim núlifandi stjörnum sem hafa gert slíkt hið sama. 

Kathy Hilton

Kathy Hilton, móðir Parisar og Nicky Hilton, bjó á hinu glæsilega Waldorf Astoria-hóteli í New York-borg í níu ár, en þar ól hún upp börnin sín fjögur. Fram kemur á vef Architectural Digest að hún hafi búið í svítu 30H í Art Deco-byggingunni. 

Kathy Hilton var búsett á Waldorf Astoria-hótelinu í New York-borg.
Kathy Hilton var búsett á Waldorf Astoria-hótelinu í New York-borg. Samsett mynd

Robert De Niro

Chateau Marmont-hótelið í Hollywood er með þekktari hótelum vesturstrandarinnar. Hótelið líkist helst kastala, en það eru 93 ár liðin frá opnum þess. Leikarinn Robert De Niro er sagður hafa búið þar, nánar tiltekið í þakíbúð 64, í nokkur ár á níunda áratugnum.

Robert De Niro var búsettur á Chateau Marmont-hótelinu í hlíðum …
Robert De Niro var búsettur á Chateau Marmont-hótelinu í hlíðum Hollywood. Samsett mynd

John Travolta

Grease-stjarnan John Travolta og eiginkona hans Kelly Preston heitin bjuggu um tíma á Pink Beach Club-hótelinu í Bermúda. Þau voru svo hrifin af upplifuninni að vitnað var í þau í bókinni The Suite Life frá 2011 sem fjallar um búsetu fólks á hótelum. Þá var Travolta hrifnastur af þægindunum og örygginu sem hótel bjóða upp á. 

John Travolta og Kelly Preston heitin voru búsett á Pink …
John Travolta og Kelly Preston heitin voru búsett á Pink Beach Club-hótelinu í Bermúda. Samsett mynd

David og Victoria Beckham

Þegar David var seldur frá Manchester United til Real Madrid árið 2003 bjuggu hjónin á hóteli í Madríd ásamt börnunum sínum tveimur sem þau áttu á þeim tíma. Þá eru þau sögð hafa látið reyna á hótellífið aftur árið 2013 í París. 

Keanu Reeves

Leikarinn Keanu Reeves fetaði í fótspor De Niros og bjó í Chateau Marmont í fjögur ár á tíunda áratugnum áður en hann keypti fyrsta húsið sitt. Hann lýsti upplifuninni þó ekki eins og Travolta og sagði hana ekki beint hafa verið þá glamúrsenu sem flestir myndu ímynda sér.

Keanu Reeves var búsettur á Chateau Marmont-hótelinu í Hollywood, rétt …
Keanu Reeves var búsettur á Chateau Marmont-hótelinu í Hollywood, rétt eins og leikarinn Robert De Niro. AFP

James Woods

Beverly Hills-hótelið er glæsilegt hótel í Kaliforníu, en þar er leikarinn James Woods sagður hafa eytt nokkrum árum hér áður fyrr. Samkvæmt heimildum NBC News var hótelið sérstaklega hentugt til langtímabúsetu þar sem hvert herbergi var búið faxtæki, prentara, skannara og einkasímanúmeri, sem á þeim tíma þótti mikill lúxus fyrir leikara. 

James Woods var búsettur á Beverly Hills-hótelinu í Kaliforníu.
James Woods var búsettur á Beverly Hills-hótelinu í Kaliforníu. Samsett mynd

Bob Dylan

Chelsea-hótelið í New York-borg státar af löngum lista af frægum íbúum. Þar á meðal eru Patti Smith, Jimi Hendrix, Janis Joplin, Stanley Kubrick og Bob Dylan. Stemningin á hótelinu var fullkomin fyrir tónlistarmanninn Bob Dylan sem skrifaði plötu sína Blone on Blonde á hótelinu á sjöunda áratugnum. 

Bob Dylan var búsettur á Chelsea-hótelinu í New York-borg.
Bob Dylan var búsettur á Chelsea-hótelinu í New York-borg. Samsett mynd
mbl.is