Ekki gera þetta þegar þú ferð í flug

Hamborgarar hafa sterka lykt sem fer misjafnlega í fólk.
Hamborgarar hafa sterka lykt sem fer misjafnlega í fólk. mbl.is/Thinkstockphotos

Þeir sem koma með mat um borð í flugvél sem lykt er af geta átt það á hættu að verða óvinsælir. Mikil matarlykt fer mjög misjafnlega í fólk.

Farþegi þurfti á dögunum að þola illt augnaráð annarra farþega í átta klukkustunda langri flugferð. Ástæðan var sú að hann kom með nýgrillaðan hamborgara um borð í flugvélina og lyktin sat í vélinni klukkustundum saman. Mörgum varð um og ó af stækri lyktinni.

„Konan við hliðina á mér er grænmetisæta og finnst lyktin af kjöti ógeðsleg. Hún er að drepa mig með augunum og svo muldrar hún neikvæðar athugasemdir í sífellu. Málið er að þetta er átta tíma flug og það er ekkert til um borð í vélinni fyrir utan snakk. Svo er ég á leið í annað alveg eins flug strax að þessu loknu. Ég hafði engan tíma til þess að borða á flugvellinum og neyddist því að taka matinn með mér,“ segir hinn matglaði farþegi á samfélagsmiðlinum Reddit.

„Fyrst hunsaði ég hana og hélt áfram að borða en hún varð bara háværari. Hún kallaði til flugþjón sem sagði henni að ég mætti borða mat sem keyptur væri á flugvellinum.“

Virkir í athugsemdum voru honum almennt í hag.

„Það er ekki hægt að skipta sér af hvað aðrir borða um borð í flugvélum.“

„Þetta er flugvél en ekki einkarými fólks. Ótrúlegt hvað sumir eru dónalegir.“

Almennt voru flugliðar á því að fólk ætti að forðast að koma með mat sem lykt er af. Best sé að borða hann á flugvellinum. Oft kemur fólk til dæmis með túnfisksamlokur og annað sem sterk lykt er af. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert