Sara í Júník eyðir jólunum í Karíbahafi

Sara í Júník er mætt til Karíbahafs.
Sara í Júník er mætt til Karíbahafs. skjáskot/Instagram

Verslunareigandinn Sara Lind Pálsdóttir, unnusti hennar Kristján Þórðarson og dætur þeirra tvær eru komin í sólina fyrir jól og áramót. Fjölskyldan lenti á eyjunni Curaçao í Karíbahafi um helgina og lætur vel af sér.

Sara, sem oftast er kennd við verslun sína Júník, sagði frá á Instagram. 

Fjölskyldan er öllum hnútum kunnug á Curaçao enda er þetta í annað skipti sem þau skella sér til eyjunnar. 

Eyj­an er al­gjör ferðamannap­ara­dís und­an strönd Venesúela. Hún var hluti af Hol­lensku Vest­ur-Indí­um en fékk sjálf­stjórn inn­an hol­lenska kon­ungs­rík­is­ins árið 2010.

mbl.is