Jólamarkaðurinn Hjartatorgi opnar

Jólasveinar kíkja í heimsókn á jólamarkaðinn á Hjartatorgi sem opnar …
Jólasveinar kíkja í heimsókn á jólamarkaðinn á Hjartatorgi sem opnar í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Jólamarkaðurinn á Hjartatorgi opnar í dag og verður opinn á morgun, fimmtudaginn 22. desember, og á Þorláksmessu. Jólamarkaðurinn er staðsettur á torginu við Laugaveg og Klapparstíg. 

Á markaðnum verður að finna 19 söluaðila með smávörur, drykki, matvörur og skemmtilegar jólavörur. Einnig verða á svæðinu nokkrir matarvagnar og söluaðilar í básum frá veitingahúsum í kringum torgið. Torgið hefur verið klætt í jólabúning og munu jólasveinar kíkja í heimsókn. 

Afgreiðslutími markaðarins er eftirfarandi:

Miðvikudagur 21. desember: 16-20

Fimmtudagur 22. desember: 16-20

Föstudagur 23. desember: 16-21

Jólamarkaðurinn Hjartatorgi er samstarfsverkefni Götubitans - Reykjavik Street Food og Reykjavíkurborgar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert