Ása og Leo föst á Balí um jólin

Ása Steinars er föst á Balí um jólin.
Ása Steinars er föst á Balí um jólin. Ljósmynd/Ása Steinars

Ferðaljósmyndarinn Ása Steinarsdóttir, eiginmaður hennar Leo Alsved og sonur þeirra Atlas munu eyða jólunum á Balí í Indónesíu. Færðin á Reykjanesbraut var ekki örlagavaldurinn í lífi þeirra eins og svo margra þessi jólin heldur mistök í bókunarkerfi Lufthansa.

Ása segir frá á Instagram. Fjölskyldan átti að fljúga heim í vikunni og hafði bókað sér flug heim. Færslurnar fóru í gegn en Lufthansa sagði þau samt sem áður ekki eiga farmiða.

„Það er enginn heimsendir að vera föst á Balí, en við vorum spennt að komast heim til Íslands og halda upp á jólin með fjölskyldunni,“ skrifar Ása.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert