Fimm frábær ferðaráð sem vit er í

Það getur verið sniðugt að koma með eigið koddaver um …
Það getur verið sniðugt að koma með eigið koddaver um borð í flugvél. Colourbox

Ferðasérfræðingar hafa sammælst um fimm bestu ferðaráðin sem hægt er að nýta sér.

1. Gefið áhöfninni sælgæti

Flestir eru sammála um ágæti þess að gefa áhöfninni eitthvað smáræði bæði til þess að sýna þakklæti en svo til þess að auka líkur á góðri þjónustu um borð. Margir mæla t.d. með því að gefa áhöfninni poka af Hersheys kossum. Það sé snyrtilegast þar sem hvert súkkulaði er vafið inn í álpappír þannig að hægt er að fá sér súkkulaði án þess að allir séu að teygja sig með skítugar hendur í sama pokann og snerta á öllu. Forðast skal allt með hnetum í þar sem algengt er að einhver um borð sé með hnetuofnæmi. 

2. Taktu með eigin mat og fáðu að hita hann upp

Það er alltaf gott að taka með eigin mat. Það er aldrei að vita nema vélin lendi í miklum töfum og allur matur um borð klárast. Svo er sniðugt að biðja flugliða hvort hægt sé að hita matinn upp. 

3. Ef þú sérpantar mat þá kemur hann fyrr

Maður er fyrstur í röðinni ef maður hefur sérpantað mat fyrir flugferðina. Oft er margt áhugavert í boði en barnamáltíðirnar eru líka girnilegar.

4. Tékkaðu þig inn á appinu svo að handfarangurinn sé ekki vigtaður

Til þess að forðast að láta vigta handfarangurinn er mælt með því að maður skrái sig í flugið í gegnum snjallforrit. Sum flugfélög eru mjög ströng hvað handfarangur varðar en þetta er leið til þess að sniðganga allt vesen. Sum flugfélög vigta hins vegar við hliðið og þá vandast málin.

5. Taktu með koddaver í flugið

Sérfræðingar mæla með að taka eigið koddaver í flugið. Þannig getur maður brotið saman peysu eða jakka, sett það í koddaverið og útbúið þannig kodda. Þetta gæti líka verið leið til þess að hafa meiri handfarangur í fluginu. Fylla kodda af fötum og lauma með sem „auka handfarangur“.

mbl.is