Play í fyrsta sæti í ánægju flugfarþega

Birgir Jónsson, forstjóri Play, er í skýjunum.
Birgir Jónsson, forstjóri Play, er í skýjunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Flugfélagið Play vann Íslensku ánægjuvogina í sínum flokki í dag. Forstjóri félagsins, Birgir Jónsson, kveðst í tilkynningu vera í skýjunum með alla ánægðu farþegana. 

Ánægjuvogin er félag í eigu Stjórnvísi og framkvæmdin er í höndum Prósent. Markmið verkefnisins er að láta fyrirtækjum í té mælingar á ánægju viðskiptavina.

Í tilkynningunni segir enn fremur að Play hafi lagt áherslu á bæði gott verð og framúrskarandi þjónustu. Það eigi við um alla viðskiptavini, farþega í háloftunum og þá sem þurfa aðstoð þjónustuteymis. 

„Við erum í skýjunum með alla ánægðu farþegana okkar. Það er ekki langt síðan Play hóf sig til flugs en við höfum þrátt fyrir það náð svo vel til fólks að íslenskir flugfarþegar eru ánægðari með okkar þjónustu en aðra. Við erum hvort tveggja stolt og hrærð yfir þessari niðurstöðu Íslensku ánægjuvogarinnar. Það er alveg ljóst að viðskiptavinir væru ekki svona ánægðir ef við hefðum ekki frábært starfsfólk sem leggur mikið upp úr úrvalsþjónustu við farþega,“ segir Birgir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert