Má taka kynlífstæki með í flugið?

Það gæti vakið óþægilega athygli að ferðast með kynlífstæki í …
Það gæti vakið óþægilega athygli að ferðast með kynlífstæki í handfarangri. Getty images

Sérfræðingar eru almennt sammála um að leyfilegt sé að taka með sér kynlífstæki um borð í handfarangur. Þeir mæla þó ekki endilega með því af praktískum ástæðum.

„Já, fólk spyr um þetta mjög oft og það er leyfilegt að vera með kynlífstæki um borð í flugvél. Bæði titrarar og svo önnur tól á borð við svipur og bönd. En vert er að benda á að það gæti valdið óþægindum til dæmis í öryggisleit. Þú gætir þurft að útskýra fyrir öryggisvörðum hvað þetta sé. Þess vegna ætti fólk almennt að pakka kynlífstækjum í farangur sem tékkaður er inn,“ segir kynlífstækjafræðingurinn Olivia Hartt.

„Svo þarftu líka að ganga úr skugga um það að kynlífstækið sé ekki ólöglegt í landinu sem þú ferðast til. Það er hægt með því að leita á netinu.“

„Ef tækið gengur fyrir rafhlöðum, þá þarftu að fjarlægja rafhlöðurnar. Almennt er best að setja þetta í annan farangur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert