Hamingjusamasti staður Bandaríkjanna

Las Vegas hefur upp á margt að bjóða.
Las Vegas hefur upp á margt að bjóða. Unsplash.com/Grant Cai

Las Vegas vermir efsta sæti yfir „hamingjusömustu“ staði Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í úttekt ferðaveitunnar Club Med

Fast á hæla Las Vegas koma staðir á borð við New Orleans, Vancouver, San Francisco og Washington D.C.

Club Med komst að þessari niðurstöðu með því að rýna í tölur um fjölda ferðamanna, tíðni glæpa, mengunarstig og hvað bjór kostar að meðaltali, svo fátt eitt sé nefnt. 

Las Vegas fékk einnig góða umsögn fyrir að hafa margt upp á að bjóða fyrir fólk og að öryggismál séu almennt til fyrirmyndar.
Ef litið var til allra landa í heiminum þá fékk Balí hæstu einkunn.
mbl.is