Töfrandi bústaður í skandínavískum stíl

Samsett mynd

Á lítilli einkaeyju í Finnlandi er að finna hinn fullkomna áfangastað fyrir þá sem dreymir um afslappað frí í algjöru næði. 

Eyjan er í 25 mínútna fjarlægð frá Turku og tveggja klukkustunda fjarlægð frá Helsinki, en til að komast á eyjuna þurfa gestir að sigla á báti í rúmar fimm mínútur. Aðkoman að eyjunni er sannarlega glæsileg þar sem hvítt og tignarlegt timburhús tekur á móti gestum. 

Húsið var reist árið 1913 en hefur síðan þá hlotið allsherjar yfirhalningu. Fallegur þriggja hektara skógur umlykur eignina sem er glæsileg jafnt innan sem utan. Skandínavískur blær er yfir eigninni þar sem ljósir litir eru áberandi. Þá mætast nútímalegir og eldri húsmunir og skapa notalegt og afslappað andrúmsloft. 

Við sjóinn hefur fallegu gufubaði verið komið fyrir sem býður gestum upp á töfrandi útsýni yfir sjóinn. Yfir sumartímann er svo tilvalið að stinga sér til sunds og baða sig í skandínavískum sólargeislunum á sólpallinum við gufubaðið. 

Bústaðurinn státar af þremur svefnherbergjum og einu baðherbergi, en alls er pláss fyrir átta gesti í húsinu hverju sinni. Hægt er að leigja eignina út á Airbnb, en nóttin yfir sumartímann kostar 1.137 bandaríkjadali, eða rúmlega 162 þúsund krónur á gengi dagsins í dag. 

Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
mbl.is