Fagnaði afmælinu í lúxusheilsulind í sveitinni

Arianna Ajtar fangaði 27 ára afmæli sínu í sveitinni.
Arianna Ajtar fangaði 27 ára afmæli sínu í sveitinni. Samsett mynd

Leikkonan Arianna Ajtar fagnaði nýju aldursári á dögunum í sannkallaðri lúxusheilsulind í sveitinni. Ajtar deildi myndaröð frá afmælisdegi sínum á Instagram, en hún klæddist svörtum sundfötum þegar hún dýfði sér í glæsilega sundlaug í Soho Farmhouse. 

Soho Farmhouse er lúxus klúbbur staðsettur á 100 hektara jörð í sveitum Oxfordshire í Suður-Englandi. Meðlimir klúbbsins hafa aðgang að glæsilegri sundlaug, heilsulind og líkamsræktarstöð, en þar að auki eru svefnherbergi, litlir bústaðir, matsölustaðir og önnur fjölbreytt afþreying í boði á staðnum. 

Heilsulindin býður meðlimum upp á hinar ýmsu meðferðir ásamt aðgangi að glæsilegri inni- og útisundlaug. Af myndum að dæma hefur Atjar notið dagsins til hins ýtrasta, en eftir slökunina í heilsulindinni fékk hún stóran blómvönd með ótal rauðum rósum og klappaði krúttlegri geit. 

Rómantísk sumarbústaðastemning

Hin ýmsu herbergi og bústaðir eru í boði fyrir meðlimi klúbbsins. Innréttingarnar eru skemmtilegar þar sem hrár efniviður er áberandi. Þá er notaleg stemning í forgrunni í öllum rýmum, en það má segja að rómantísk sumarbústaðastemning lýsi rýmunum best. 

Ljósmynd/Sohohouse.com
Ljósmynd/Sohohouse.com
Ljósmynd/Sohohouse.com
Ljósmynd/Sohohouse.com
Ljósmynd/Sohohouse.com
Ljósmynd/Sohohouse.com
Ljósmynd/Sohohouse.com
mbl.is