Saman í fríi en ekki kærustupar

Emily Ratajkowski er í fríi með vini sínum Eric André.
Emily Ratajkowski er í fríi með vini sínum Eric André. AFP/Kena Betancur

Fyrirsætan Emily Ratajkowski og skemmtikrafturinn Eric André njóta nú lífsins saman á Cayman-eyjum. Þau eru ekki kærustupar, en njóta þess sannarlega að vera í fríi saman.

Ratajkowski sáust saman á ströndinni á Grand Cayman-eyju, stærsta eyja eyjaklasans, á þriðjudag. Skáluðu þau í kokteilum og virtust mjög náin. Samkvæmt heimildum Page Six dvelja þau á Palm Heights-hótelinu.

Fyrirsætan var áður að hitta grínistann Pete Davidson í desember, en þau slitu sambandi sínu eftir stuttan tíma saman.

Merking:
Merking:
mbl.is