„Skemmtilegasta starf sem ég hef unnið við“

Gunnar Flóki Grönvold keyrir um Lissabon á Tuk tuk og …
Gunnar Flóki Grönvold keyrir um Lissabon á Tuk tuk og segir starfið vera það skemmtilegasta sem hann hefur unnið.

Gunnar Flóki Grönvold flutti ásamt fjölskyldu sinni til Portúgal í júlí árið 2019. Gunnar Flóki átti erfitt með að finna sér vinnu til að byrja með en í nóvember sama ár rofaði til hjá honum og fékk hann skemmtilegasta starf sem hann hefur nokkurn tíman verið í, að keyra Tuk tuk um götur Lissabon. 

„Ég átti mjög erfitt með að fá vinnu hérna af því ég tala ekki málið. Portúgalir eru mjög harðir á því að þú þarft að tala portúgölsku til að fá vinnu, sem mér finnst bara gott þá setur maður meiri pressu á að læra tungumálið,“ segir Gunnar Flóki í viðtali við mbl.is. 

„Þetta er skemmtilegasta starf sem ég hef unnið við. Hitta nýtt fólk á hverjum degi og svo er það Tuk tuk-samfélagið allt í kringum mann góðir vinir og maður er bara orðinn hluti af fjölskyldunni,“ segir Gunnar Flóki sem segir Lissabon vera frábæra borg. 

Gunnar Flóki flutti til Portúgal sumarið 2019.
Gunnar Flóki flutti til Portúgal sumarið 2019.

Ekki farið í frí eftir flutningana

Gunnar Flóki einbeitir sér einna helst að Alfama-hverfinu í Lissabon sem er í eldri hluta borgarinnar. Hann segir það vera bráðnauðsynlegt fyrir ferðalanga á leið til borgarinnar að heimsækja hverfið sem er í miklu uppáhaldi hjá honum. 

Hvar er besta matinn í Lissabon að finna?

„Ég get eiginlega ekki valið um því að maturin hér er allur góður.“

Áður en Gunnar Flóki og fjölskylda fluttu til Lissabon hafði hann bara heimsótt Portúgal þegar hann var smápolli en segist þó alltaf hafa verið langhrifnastur af landinu.

Gunnari Flóka líður eins og hann sé alltaf í fríi.
Gunnari Flóka líður eins og hann sé alltaf í fríi.

Nú býrð þú á sólríkum og fallegum stað, hvert ferð þú sjálfur í frí?

„Ég hef ekki farið neitt í frí eftir að við komum hingað, tæknilega séð er maður í frí hér þó við búum hér,“ segir Gunnar Flóki.

Hann segist una sér vel í Lissabon og sér fyrir sér að halda áfram að keyra Tuk tuk en draumurinn er að ná að safna fyrir sínum eigin bíl og vinna sjálfstætt. „Vonandi á næsta ári, maður heldur alltaf í vonina,“ segir Gunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert