Jafnar sig á sambandsslitunum á Maldíveyjum

Lily James er stödd á Maldíveyjum um þessar mundir.
Lily James er stödd á Maldíveyjum um þessar mundir. AFP

Breska leikkonan Lily James er stödd á Maldíveyjum með vinum sínum þar sem hún er sögð vera að jafna sig á sambandsslitum við bassaleikarann Michael Shuman. 

Það væsir ekki um leikkonuna sem gistir í glæsilegri villu, en nóttin í villunni kostar þrjú þúsund sterlingspund sem nemur rúmum 520 þúsund krónum á gengi dagsins í dag. 

James birti myndaröð frá fríinu þar sem hún virtist allt annað en sorgmædd, en hún hefur notið þess að sóla sig og slaka á við sjóinn. Við myndaröðina skrifaði leikkonan: „Töfrandi eyja. Ég hefði getað verið hér að eilífu.“

View this post on Instagram

A post shared by @lilyjamesofficial

Fram kemur á vef Sun að James og Shuman hafi ákveðið að fara hvort í sína áttina eftir að hafa vaxið í sundur undanfarna mánuði, en þau höfðu verið saman í tvö ár. Þau kynntust í febrúar árið 2021 og þreyttu frumraun sína á rauða dreglinum á óskarsverðlaunahátíðinni árið 2022. 

mbl.is