Hverfin sem þú verður að heimsækja í París

Ljósmynd/Pexels/Riccardo Bertolo

París í Frakklandi er ein vinsælasta borg Evrópu, en það er ekki að ástæðulausu. Borgin, sem oft er kölluð borg ástarinnar, býður ferðalöngum upp á ótrúlega upplifun, mikla fegurð og rómantíska stemningu. 

Í borginni búa yfir 11 milljónir manns, en hún er stór og ótal margt þar sem vert er að skoða. En í hvaða hverfi ætli sé best að vera?

Ferðavefur Condé Nast Traveller er ekki síður hugfanginn af París en við hin, en til að auðvelda ferðalöngum að skipuleggja næsta ferðalag til borgarinnar var gerður listi yfir fimm skemmtilegustu hverfin í París. 

Montmartre

Margir segja Montmartre vera fallegasta hverfið í París, enda guðdómlegar …
Margir segja Montmartre vera fallegasta hverfið í París, enda guðdómlegar byggingar og krúttlegar götur sem prýða hverfið. Ljósmynd/Unsplash/Bastien Nvs

Pigalle

Tignarlegar götur frá 19. öld einkenna Pigalle-hverfið sem var áður …
Tignarlegar götur frá 19. öld einkenna Pigalle-hverfið sem var áður þekkt sem rauða hverfið. Ljósmynd/Unsplash/Guillaume Didelet

Le Marais

Le Marais-hverfið er friðsælt og hinn fullkomni staður fyrir arkitektúrunnendur …
Le Marais-hverfið er friðsælt og hinn fullkomni staður fyrir arkitektúrunnendur sem og þá sem vilja kíkja í skemmtilegar búðir. Ljósmynd/Unsplash/Nicolas Solerieu

Saint-Germain-des-Prés

Hverfið Saint-Germain-des-Prés er stútfullt af gamaldags kaffihúsum, flottum hótelum og …
Hverfið Saint-Germain-des-Prés er stútfullt af gamaldags kaffihúsum, flottum hótelum og skemmtilegum verslunum. Þar á meðal er Ladurée þar sem þú færð töfrandi makkarónur. Ljósmynd/Unsplash/Siret K

 7. hverfi

Eiffel-turninn er staðsettur í 7. hverfi Parísar, en það er …
Eiffel-turninn er staðsettur í 7. hverfi Parísar, en það er hreinlega ekki hægt að heimsækja París án þess að bera turninn augum. Ljósmynd/Unsplash/Elina Sazonova
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert