Laumaði AirTag á tösku og rakti staðsetningu hennar

Love Island-stjarnan Montana Brown deildi óhugnalegu atviki sem hún lenti …
Love Island-stjarnan Montana Brown deildi óhugnalegu atviki sem hún lenti í með fylgjendum sínum á Instagram. Samsett mynd

Love Island-stjarnan Montana Brown opnaði sig á dögunum um óhugnanlegt atvik þar sem ókunnugur maður setti staðsetningarbúnaðinn AirTag á farangur hennar til þess að fylgjast með staðsetningu hennar á meðan hún var á ferðalagi í Los Angeles. 

Brown deildi atvikinu á Instagram-reikningi sínum. „Ég lenti í Los Angeles og fékk tilkynningu í símann minn um að það væri AirTag á mér sem tilheyrði mér ekki og væri ekki frá neinum af tengiliðum mínum, og að einhver gæti séð staðsetninguna mína,“ útskýrði hún. 

Biðlar til fólks að fara varlega

Að lokum segist Brown hafa fundið AirTag sem komið hafði verið fyrir á tösku sinni og bað fylgjendur sína að vera vakandi fyrir svipuðum atvikum, sérstaklega ef þeir eru einir á ferðalagi. 

„Mér fannst þetta skrýtið. Ég rótaði í kringum mig en sá ekki neitt. Þegar ég fór svo á klósettið eftir að hafa farið í gegnum öryggisleitina á flugvellinum fann ég svo AirTag í töskunni minni sem rakti staðsetninguna mína,“ sagði Brown.

Hefur notið mikilla vinsælda meðal ferðalanga

Staðsetningarbúnaðurinn AirTag er frá tæknirisanum Apple og virkar með iPhone, en merkin sýna staðsetningu þeirra hluta sem þeir eru festir við. Þau nutu fyrst mikilla vinsælda hér á landi síðastliðið sumar eftir að farangursmál á flugvöllum víða um Evrópu voru í miklum ólestri. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert