Vetrarparadís í eyðimörk Arizona

Samsett mynd

Mikill snjór féll á dögunum í eyðimörkinni í Arizona í Bandaríkjunum sem breyttist í sannkallapa vetrarparadís. 

Eyðimörkin, sem er þekkt fyrir heitt og þurrt loftslag, var nær óþekkjanleg með snæviþöktum klettum. Að sögn almannavarnardeildar Arizona teygði snjórinn sig alla leið suður að Nogales við mexíkósku landamærin og norður til Scottsdale. 

Skíðafæri í Arizona

Þó það komi mörgum á óvart að sjá snjó í Arizona, enda óalgeng sjón í suðurhluta ríkisins, þá er algengt að það snjói í Flagstaff. Þar er oft hægt að skíða á veturna á skíðasvæðinu Arizona Snowbowl sem er í 9.200 feta hæð, eða sem nemur 2.800 metra hæð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert