Bjóða fólki upp á að búa í skemmtferðaskipi

MV Gemini flakkar um heiminn næstu þrjú ár. Hvar ætlar …
MV Gemini flakkar um heiminn næstu þrjú ár. Hvar ætlar þú að vera? Ljósmynd/Life at Sea Cruises

Life at Sea Cruises hafa opnað fyrir skráningu í þriggja ára ferð um heiminn. Farþegar búa um borð í skemmtiferðaskipinu sem stoppar í 375 höfnum í 135 löndum í öllum sjö heimsálfunum. Það sem merkilegast er, það kostar bara rúmar 350 þúsund krónur á mánuði að búa á skipinu sé miðað við gengi dagsins í dag. 

Hin þriggja ára ferð hefst 1. nóvember á þessu ári og leggur skipið MV Gemini úr höfn frá Instanbúl í Tyrklandi. Hvert ár um borð kostar 30 þúsund bandaríkjadali fyrir hvern farþega, eða sem áður segir um 350 þúsund krónur á mánuði. CNN Travel greinir frá.

Á þessum þremur árum verða lagðar að baki um 130 þúsund mílur á hafinu. Stoppað verður á glæsilegustu ferðamannastöðum heimsins. Af þeim 375 höfnum sem heimsóttar verða er stoppað yfir nótt í 208 höfnum. Þá verða 103 suðrænar eyjur heimsóttar.

Aðstaða til fjarvinnu

Í MV Gemini eru 400 káetur og geta 1.074 farþegar búið um borð. Á skipinu eru líka veitingastaðir og aðstaða til fjarvinnu, farþegar þurfa þannig ekki að vera milljarðamæringar til að fara í siglinguna og geta unnið um borð. 

Þau sem vilja skrá sig í ferðina verða að skrá sig og greiða fyrir öll þrjú árin, en Life at Sea Crusies býður fólki upp á að deila káetu. Þannig geta til dæmis tvenn pör deilt kostnaðinum og skipts á að dvelja um borð næstu þrjú árin. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert