Helgarferð til Köben mun ódýrari

Talsvert ódýrara er að fara í helgarferð til Kaupmannahafnar frá …
Talsvert ódýrara er að fara í helgarferð til Kaupmannahafnar frá Akureyri um helgina, en til Reykjavíkur. Samsett mynd

Rúmlega helmingi ódýrara er fyrir Norðlendinga að fara í helgarferð til Kaupmannahafnar en til Reykjavíkur um helgina. Ástæða þess er að flugfélagið NiceAir sló verulega af fargjaldi sínu til dönsku höfuðborgarinnar um helgina, aðeins 25 þúsund krónur fram og til baka fyrir einn.

Flogið er frá Akureyrarflugvelli klukkan 14:35 í dag og til baka á sunnudag.  

Sé helgarferð til Reykjavíkur frá Akureyri bókuð í dag og fram á sunnudag kostar ódýrasta ferðin 57.940 krónur. 

Afsláttur NiceAir er þó ekki úr lausu lofti gripinn líkt og Akureyri.net greindi frá í gær. Vél félagsins, Súlur, er í viðhaldi í Portúgal og í millitíðinni hefur NiceAir fengið til afnota stærri vél, A321. Sú vél er með 220 sæti og því var ákveðið að slá af verðinu á fargjaldi til Kaupmannahafnar þessa helgina. 

mbl.is