Banna göngugörpum að vera einir síns liðs

Nepal er sannkölluð gönguparadís með ótrúlegum fjöllum og gönguleiðum um …
Nepal er sannkölluð gönguparadís með ótrúlegum fjöllum og gönguleiðum um sveitirnar. Ljósmynd/Unsplash/Avel Chuklanov

Nepal er sannkölluð gönguparadís. Þar eru átta af hæstu fjöllum heims og fjölmargar fallegar gönguleiðir um sveitir landsins.

Nepölsk stjórnvöld hafa nú bannað göngugörpum að fara í gönguferðir einir síns liðs. Héðan í frá mun fólk sem ætlar í gönguferðir þurfa að ráða leiðsögumann sem er með leyfi frá ríkinu eða ganga í hóp. 

Fram kemur á vef CNN að þó ferðaþjónusta, og þá sérstaklega í kringum göngurferðir, sé ein helsta tekjulind landsins þá sé kostnaðurinn við leitar- og björgunaraðgerðir göngufólks sem villist eitt síns liðs verulegur.

„Þegar þú ert að ferðast einn þá er enginn til að hjálpa þér í neyðartilvikum,“ sagði Mani R. Lamichhane, forstjóri ferðamálaráðs Nepals. „Það er í lagi að ferðast einn í borgunum, en í afskekktum fjöllum eru innviðirnir ekki fullnægjandi,“ bætti hann við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert