Uppgötvuðu 7000 nýjar eyjar sem Japanir vissu ekki af

Fjöldi eyja uppgötvast í Japan.
Fjöldi eyja uppgötvast í Japan. Ljósmynd/Pexels/Liger Pham

Í eyríkinu Japan, þjóð sem samanstendur af undraverðum fjölda eyja, voru að uppgötvast 7.000 eyjur sem landsmenn vissu ekki af. 

Frá árinu 1987 var það staðfest í skýrslu Landhelgisgæslu Japans að þar væri að finna 6.852 eyjur en í dag hefur sú tala næstum tvöfaldast og er þar nú að finna 14.125, undir japönsku yfirráðasvæði. 

Stafræn landupplýsingagögn frá Geospatial Information Authority (GSI) í Japan leiddu nýlega í ljós þessa ótrúlegu uppgötvun. Þetta sýnir þá miklu þróun sem hefur orðið í könnunartækni þegar kemur að kortlagningu. GSI lagði mikla áherslu á að nýja talan endurspegli eingöngu þær miklu framfarir í könnunartækni en breyti engu varðandi heildarflatarmál lands í eigu Japans. 

Nokkrar eyjur umhverfis Japan hafa verið kjarninn í stórum landhelgisdeilum og síðastliðin 70 ár hafa Japan og Suður-Kórea deilt um fullveldi eyjaklasa sem kallast Dokdo við Seúl og Takeshima við Tókýó í Japanshafi, sem Kórea kallar Austurhaf.

mbl.is