Léku írska þjóðlagatónlist um borð

Hljóðfæraleikarnir spiluðu írska þjóðlagatónlist.
Hljóðfæraleikarnir spiluðu írska þjóðlagatónlist. Skjáskot/Twitter

Farþegar í flugi Aer Lingus á leið frá Dublin til New York fengu óvænta tónleika beint í æð á dögunum þegar írskir tónlistarmenn tóku upp hljóðfæri sín og byrjuðu að spila.

Ferðalangur um borð, Adam Singer, tók upp myndband af gjörningnum sem átti sér stað hinn 11. mars síðastliðinn. 

„Ég meina, ég skil að þetta komi frá góðum stað, en mér finnst líka að fólk ætti ekki að spila (eða verra, syngja) í svo lokuðum rýmum sem er ekki hægt að flýja,“ skrifað Singer við myndbandið. 

Fjöldi manns var á öndverðum meiði og þótti uppákoman hin skemmtilegasta. Það voru þó fleiri sem var sammála Singer um að þetta væri í raun algjör óþarfi. 

mbl.is