Jóakim prins flytur til Bandaríkjanna

Jóakim ásamt Maríu prinsessu.
Jóakim ásamt Maríu prinsessu. AFP

Danska konungshöllin hefur loks staðfest þann orðróm að Jóakim prins muni flytja til Washington D.C. í sumar ásamt fjölskyldu sinni.

Síðustu fjögur ár hafa þau verið búsett í Frakklandi og Jóakim sinnt stöðu varnarmálafulltrúa í sendiráðinu í París.

„Þann 1. september 2023 mun Jóakim prins taka við nýrri stöðu undir varnarmálaráðuneytinu sem aðstoðarforstjóri varnarmála við danska sendiráðið í Washington D.C. Prinsinn mun hjálpa til við að styrkja samstarf á sviði varnarmála við Bandaríkin og Kanada á næstu árum,“ segir í tilkynningu frá höllinni.

Staðan er til þriggja ára með möguleika á framlengingu. 

Kát fjölskylda. Frá vinstri eru Nikolai, Marie prinsessa, Aþena , …
Kát fjölskylda. Frá vinstri eru Nikolai, Marie prinsessa, Aþena , Jóakim prins og Felix með Hinrik í fanginu. Kongehuset.dk/Steen Brogaard
mbl.is