Þetta er besti flugvöllur í heimi 2023

Changi-flugvöllur í Singapúr er besti flugvöllur árið 2023.
Changi-flugvöllur í Singapúr er besti flugvöllur árið 2023. Ljósmynd/Unsplash

Changi-flugvöllur í Singapúr er besti flugvöllur í heimi árið 2023 að mati Skytrax. Skytrax er meðal ann­ars þekkt fyr­ir að velja ár­lega bestu flug­velli í heimi.

Þetta er í tólfta sinn sem Changi-flugvöllur er valinn sá besti í heimi. 

Hamad-flugvöllurinn í Doha í Katar var valinn sá besti árin 2021 og 2022 en nú er Changi-flugvöllur aftur kominn á toppinn. Hamad-flugvöllur er næstbesti flugvöllurinn árið 2023. 

Haneda-flugvöllur í Tókýó og Incheon-flugvöllur í Seoul í Suður-Kóreu voru í þriðja og fjórða sæti. Charles De Gaulle-flugvöllur í París í Frakklandi var í fimmta sæti. 

10 bestu flugvellir í heim að mati Skytrax

  1. Changi-flugvöllur í Singapúr
  2. Hamad-flugvöllur í Doha
  3. Haneda-flugvöllur í Tókýó
  4. Incheon-flugvöllur í Seoul
  5. Charles De Gaulle í París
  6. Instanbúl-flugvöllur
  7. Munich-flugvöllur
  8. Zurich-flugvöllur
  9. Narita-flugvöllur í Tókýó
  10. Barajas-flugvöllur í Madríd
mbl.is