Dreymir þig um líf úti á landi?

Georg Bjarnfreðarson, Daníel og Ólafur Ragnar gerðu gott mót í …
Georg Bjarnfreðarson, Daníel og Ólafur Ragnar gerðu gott mót í Dagvaktinni. Serían var tekin upp á Hótel Bjarkalundi. Ljósmynd/Samsett

Hótel Bjarkalundur varð landsfrægt þegar þáttaröðin Dagvaktin með Georg Bjarnfreðarson, Ólaf Ragnar og Daníel í aðalhlutverkum, var mynduð á staðnum. Þættirnir voru sýndir á Stöð 2 og vöktu mikla athygli.

Nú er hótelið komið á sölu og líka jörðin sem það stendur á. Hún er 55,2 hektarar og er á sérlega fallegum stað á Vestfjörðum. Hótel Bjarkalundur opnaði 1947 og hefur allar götur síðan verið vinsæll áningastaður. Fólk sem fer á bíl til Patreksfjarðar keyrir framhjá Hótel Bjarkalundi og reyndar líka ef það keyrir á Ísafjörð. 

Á dögunum var kvikmyndin, Á ferð með mömmu, eftir Hilmar Oddsson frumsýnd. Í einni senunni lendir aðalpersónan í ævintýrum á Hótel Bjarkalundi.

Hótel Bjarkalundur er í um 200 km fjarlægð frá Reykjavík og rekur N1 bensínstöð á staðnum í samstarfi við hótelið. 

Á staðnum eru stafsmannahús, smáhýsi, þjónustuhús, tjaldstæði og fleira sem gæti hentað fólki sem þráir að búa úti á landi þar sem náttúrufegurð er á háu stigi. Þetta gæti líka verið kjörið tækifæri fyrir þá sem þrá smá ævintýri í lífi sitt og vilja próa að lifa draum Georgs Bjarnfreðarsonar og félaga. 

Af fasteignavef mbl.is: Bjarkalundur 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert