Sektaður fyrir aka inn á vinsælt torg

Ferðamaðurinn var sektaður um 470 evrur.
Ferðamaðurinn var sektaður um 470 evrur. Ljósmynd/Cittá di Firenze

Bandarískur ferðamaður á Ítalíu var á mánudag sektaður fyrir að aka rauðum Ferrari-sportbíl inn á vinsælt torg í borginni Flórens.

Lokað er fyrir umferð bíla inn á torgið, Piazza della Signoria, sem er einn af vinsælustu áfangastöðum Flórensborgar. Greint er frá á vef sveitarfélagsins.

Lögregla stöðvaði för ferðamannsins á bifreiðinni, Ferrari Spider, sem skráð er í Sviss.

Var hann sektaður um 470 evrur, um 70 þúsund íslenskar krónur, á staðnum þegar í ljós kom að hann var ekki með leyfi til að aka, hvorki á Ítalíu né á torginu. 

mbl.is