Köld gusa fyrir heitar laugar Ungverjalands

Baðlaugar Búdapest eru eitt helsta aðdráttarafl borgarinnar.
Baðlaugar Búdapest eru eitt helsta aðdráttarafl borgarinnar. AFP/Fernec Isza

Rekstrarkostnaður við baðlaugar Búdapest í Ungverjalandi hefur hækkað um 170% á einu ári. Baðlaugarnar eru eitt af einkennismerkjum borgarinnar og laða þúsundir ferðamanna til borgarinnar á hverju ári. 

Margar baðlaugar eru í borginni og þó þær séu hitaðar með jarðvarma, þá eru húsakynni lauganna það ekki, en mörg þeirra eru gríðarlega stór.

„Þetta er erfið áskorun,“ segir Edit Reffy hjá Budapest Spa, sem rekur allar helstu baðlaugar borgarinnar. Hún segir að þau hafi reynt að stemma stigu við vandanum með því að hækka miðaverð um allt að 30%. 

Rekstrarkostnaður við böðin hefur hækkað mikið á undanförnum mánuðum.
Rekstrarkostnaður við böðin hefur hækkað mikið á undanförnum mánuðum. AFP/Fernec Isza

Orkukrísan og hækkandi orkuverð hefur einnig haft mikil áhrif á minna þekktar og ódýrari baðlaugar fyrir utan höfuðborgina. 

„Heilsulindir eru dýrar í rekstri. Um fjórðungur baðlauga í Ungverjalandi hefur þurft að takmarka opnun sína,“ sagði Zoltan Kantas, forseti Samtaka um ungverskar baðlaugar. 

Mikill jarðhiti er í Ungverjalandi en um 1.300 heitar laugar eru í landinu. Í laugum landsins er vatnið um 22 gráðu heitt yfir vetrar mánuðina en getur orðið allt að 38 gráðu heitt yfir sumarið. 

Frá Gellert heilsulindinni í Búdapest.
Frá Gellert heilsulindinni í Búdapest. AFP/Fernec Isza
mbl.is