Leiðarvísir fyrir gesti Reykjanesbæjar

Á undanförnum mánuðum hefur Reykjanesbær ásamt Markaðsstofu Reykjaness, Reykjaneshöfn og …
Á undanförnum mánuðum hefur Reykjanesbær ásamt Markaðsstofu Reykjaness, Reykjaneshöfn og AECO (Samtök leiðangursskipa á norðurslóðum), tekið þátt í samstarfsverkefni um sérstakar leiðbeiningar í móttöku á skemmtiferðaskipum í Reykjanesbæ.

Á undanförnum mánuðum hefur Reykjanesbær ásamt Markaðsstofu Reykjaness, Reykjaneshöfn og AECO (Samtök leiðangursskipa á norðurslóðum), tekið þátt í samstarfsverkefni um sérstakar leiðbeiningar í móttöku á skemmtiferðaskipum í Reykjanesbæ.

Verkefnið gengur út á að íbúar, á þeim stöðum sem skemmtiferðaskip koma í höfn, móti leiðarvísi um hvernig þeir vilji taka á móti farþegum skemmtiferðaskipa sem heimsækja bæjarfélagið, þannig að gestirnir njóti heimsóknarinnar og samfélagið njóti ávinnings af gestamóttökunni.

„Vinnan við samfélagsleiðbeiningarnar hefur verið fræðandi og hjálpað til við að skilgreina upplifun og væntingar samfélagsins þegar tekið er á móti gestum skemmtiferðaskipa. Frumkvæði AECO í þessum málum er til fyrirmyndar og mun örugglega hafa jákvæð áhrif fyrir alla hagsmunaaðila á næstunni,“ segir Halldór K. Hermannsson, hafnarstjóri Reykjaneshafnar í tilkynningu.

Í nóvember á síðasta ári stóð AECO fyrir vinnustofu í Hljómahöll sem lagði drög að staðbundnum leiðarvísi fyrir Reykjanesbæ en hann er níundi sinnar tegundar á Íslandi. Leiðarvísirinn veitir gestum hjálpleg tilmæli áður en komið er á hvern stað. Hann inniheldur ábendingar um hvert sé best að fara og ráð um hvernig eigi að vera tillitssamur gestur.

Meðal annars hvetur leiðarvísirinn gesti til að njóta bæjarins og landslagsins en láta gróður og fornminjar ósnert. Gestum er bent á að íbúar í Reykjanesbæ séu mjög gestrisnir og taki vel á móti ferðamönnum en virða skuli friðhelgi þeirra. Þá er athygli vakin á markverðum stöðum, gönguleiðum, söfnum og fleiru.

„Við erum mjög ánægð með samstarfið við nærsamfélagið. Það er grunnurinn að farsælum heimsóknum fyrir bæði gesti og þá sem heimsóttir eru, þar sem það felur í sér staðbundna þekkingu og staðbundið eignarhald, “ segir Frigg Jørgensen, framkvæmdastjóri AECO.

„Ég tel að vel útfærður samfélagssáttmáli með víðtæku samráðsferli geti veit samkeppnisforskot og sterkari markaðsstöðu fyrir Reykjaneshöfn. Það er lykilatriði að ferðafólk, ferðaþjónustuaðilar og bæjarbúar séu vel upplýstir – það skilar auknu trausti og meira virði fyrir alla aðila,“ segir Gunnar Víðir Þrastarson, verkefnastjóri markaðsmála hjá Reykjanesbæ.

„Aðeins með því að vinna saman getum við tryggt sjálfbæran vöxt, þróun og kynningu áfangastaðar okkar á sama tíma og við varðveitum einstakan karakter hans og aukum upplifun gesta. Samfélagsreglurnar og sú vinna sem allir hlutaðeigandi hafa lagt í það eru að taka okkur eitt skref fram á við í að þróa farsælan áfangastað fyrir skemmtiferðamennsku,“ segir Þuríður Halldóra Aradóttir, framkvæmdastjóri hjá Markaðsstofu Reykjaness.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert