Auglýsa „auðveldasta starf í heimi“

Vilt þú hreppa auðveldasta starf í heimi?
Vilt þú hreppa auðveldasta starf í heimi? Samsett mynd

Ferðamálaráðuneyti Arúba í Karíbahafi hefur opnað fyrir umsóknir um það sem ráðuneytið auglýsir sem „auðveldasta starf í heimi“. Starfið felur í sér að liggja í sólinni, drekka kokteila og njóta góða veðursins. 

Er markmið starfsins að auglýsa og sýna hversu gott veður er á þessari sólríku eyju.

Ólíkt Akureyringum, sem segja besta veðrið alltaf vera þar í bæ, hafa stjórnvöld á Arúba eitthvað fyrir sér í þeim fullyrðingum að veðrið sé alla jafna gott. Fleiri sólskinsdagar eru á eyjunni en öllum öðrum Karíbahafseyjum. 

Meðalhitastig á Arúba er 27 til 29 gráður árið um kring. Að meðaltali rignir um 61 dag á ári, en meðal úrkoma er um 450 millilítrar.

Umsækjendur þurfa ekki ekki að hafa neina reynslu af því að segja veðurfréttir en í starfslýsingunni segir að viðkomandi þurfi að geta miðlað fregnum af veðri í gegnum samfélagsmiðla. 

Innifalið í starfinu er sex nátta og sjö daga ferð fyrir tvo um eyjuna. Dvalið er á Hilton-hótelinu við Eagle-strönd. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert