37 ára og sjóðheit í sólinni

Fyrirsætan Irina Shayk er í fantaformi.
Fyrirsætan Irina Shayk er í fantaformi. Skjáskot/Instagram

Fyrirsætan Irina Shayk virðist sannarlega vera tilbúin fyrir sumarið. Hún birti á dögunum sjóðheitar bikinímyndir frá sólríku ferðalagi á Instagram-reikningi sínum og fylgjendur hennar gjörsamlega misstu sig.

Fyrirsætan var sólkysst og glæsileg í svörtu bikiníi á myndunum, en í myndaröðinni birti hún einnig fallegar myndir frá ströndinni af pálmatrjám og tærum sjónum. 

View this post on Instagram

A post shared by irina shayk (@irinashayk)

Elskar jiu-jitsu en hatar hlaup

Shayk er í fantaformi enda þykir henni gaman að stunda líkamsrækt. „Ég stunda hnefaleika og smá jiu-jitsu sem ég er heltekin af,“ sagði hún í samtali við People. Hún er ekki hrifin af því að hlaupa og segist hreinlega hata hlaup. 

„Hlaup er mín versta martröð, svo ég hef þurft að finna eitthvað annað sem ég hef gaman af sem færir mér sama ávinning án þess að láta mér leiðast,“ sagði hún í samtali við Women's Health.

mbl.is