Mariah Carey fagnaði afmælinu á snekkju

Mariah Carey skellti sér í sjóinn í tilefni afmælisins.
Mariah Carey skellti sér í sjóinn í tilefni afmælisins. mbl.is/AFP

Hin ávallt unga Mariah Carey fagnaði 53 ára afmæli sínu á dögunum og ákvað að stökkva af snekkju í tilefni dagsins.

Söngkonan birti myndband af uppátækinu á Instagram en þar sést hún klædd í skærbleikan og svartan blautbúning, með hárið í tagli og sólgleraugu. Svo sést hvernig hún hendir sér á kaf í kristaltæran sjóinn. 

Aðdáendum söngkonunnar var ánægjulega skemmt með þessu uppátæki hennar og voru margir fljótir að skrifa athugasemdir við færsluna og óska Carey til hamingju með afmælið. „Til hamingju með afmælið, drottning!“ skrifaði einn á meðan annar sagði: „Það vantar bara Gucci–hælana, elskan“.

View this post on Instagram

A post shared by Mariah Carey (@mariahcarey)

mbl.is