Fagna fimmtugsafmælum með ferðalögum

Hjónin verða fimmtug í sumar.
Hjónin verða fimmtug í sumar. Skjáskot/Instagram

Hákon krónprins Noregs og Mette Marit prinsessa verða bæði fimmtug í sumar. Í tilefni af því ætla þau að leggja áherslu á allt það sem þau kunna vel að meta við Noreg og fara í fimm ferðalög um landið.

„Parið mun fara í fimm ferðalög um landið, heimsækja fjölbreytta staði, hitta fólk og gera eitthvað skemmtilegt. Hvert ferðalag mun segja sögu um ólíka þætti samfélagsins, leggja áherslu á gamla og nýja Noreg og hvernig ólíkir hlutir hafa mótað okkur sem þjóð,“ segir í tilkynningu frá norsku höllinni.

Hákon prins á afmæli þann 20. júlí en Mette Marit á afmæli 19. ágúst. Stefnt er á að halda veglega upp á bæði afmælin í ágúst og bjóða landsmönnum til veislu.

mbl.is