Eru ferðalögin þín skrifuð í stjörnurnar?

Það eru spennandi ferðaplön framundan hjá stjörnumerkjunum.
Það eru spennandi ferðaplön framundan hjá stjörnumerkjunum. Samsett mynd

Nú eru margir farnir að huga að ferðalögum sumarsins, en áfangastaðirnir eru jafn margir og þeir eru fjölbreyttir og því getur sprottið upp valkvíði. Þá getur verið fróðlegt að kíkja á stjörnuspána.

Ferðavefur Condé Nast Traveller tók saman hinn fullkomna áfangastað fyrir þig árið 2023 miðað við stjörnuspána.

Hrúturinn: Kenía

Ljósmynd/Unsplash/Harshil Gudka

Hrúturinn er afar forvitinn ferðalangur sem elskar að prófa nýja hluti. Hann er alltaf tilbúinn í nýtt ævintýri og Kenía hefur upp á nóg að bjóða. 

Nautið: Wales

Ljósmynd/Unsplash/Fraser Cottrell

Nautið kann að meta staði þar sem heimamenn búa í sátt og samlyndi við landið. Wales býður upp á ljúffenga upplifun sem gleður öll skilningsvitin. 

Tvíburinn: Queensland

Ljósmynd/Pexels/Josh Withers

Queensland í Norðaustur-Ástralíu er hin fullkomni áfangastaður fyrir tvíburann sem er í leit að einhverju nýju á þessu ári. Sjálfbærni og náttúruvernd er ofarlega í huga tvíburans sem reynir sífellt að efla sig sem manneskju.

Krabbinn: Kalifornía

Ljósmynd/Unsplash/Viviana Rishe

Krabbinn elskar að læra eitthvað nýtt á ferðalögum sínum. Þar af leiðandi er afþreying sem er í senn fræðandi og skemmtileg í sérstöku uppáhaldi. Krabbinn vill líka dekra við sig í ferðalögum og því eru töfrandi strendur Kaliforníu hinn fullkomni áfangastaður.

Ljónið: Marrakech

Ljósmynd/Unsplash/Jessica Kantak Bailey

Marrakech í Marokkó býður upp á ævintýrið sem ljónin þrjá. Þar að auki býður áfangastaðurinn upp á mikla fegurð, glæsilegan arkitektúr og spennandi listasena sem ljónið kann að meta.

Meyjan: Loire-dalurinn

Ljósmynd/Unsplash/Dorian Mongel

Loire-dalurinn í Frakklandi er hinn fullkomni áfangastaður fyrir meyjar. Töfrandi kastalar og guðdómlegt landslag einkennir áfangastaðinn og ætti að falla vel í kramið hjá meyjunni sem elskar góðan mat, ríka menningu og fallega náttúru.

Vogin: Sharjah

Ljósmynd/Unsplash

Árið 2023 markar nýtt upphaf hjá voginni sem mun uppgötva sjálfa sig á nýjan hátt. Þá eru áfangastaðir eins og Sharjah í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hin fullkomni áfangastaður með töfrandi list og sögulegum arkitektúr.

Sporðdrekinn: Júkatanskagi

Ljósmynd/Unsplash/Ruben Hanssen

Rík saga, fornleifasvæði og einstök matarmenning einkennir Júkatanskagann í Mexíkó. Sporðdrekinn er hrifinn af ríkri sögu og því er áfangastaðurinn fullkominn.

Bogamaðurinn: Egyptaland

Ljósmynd/Pexels/Diego F. Parra

Bogamaðurinn er eilífur námsmaður og elskar ævintýri. Hann kann því að meta glæsileika og ríka sögu Egyptalands.

Steingeitin: Nepal

Ljósmynd/Pexels/Ashok J Kshetri

Steingeitin ferðast til að fá hugarró. Hún vill vera á fallegum stöðum í nálægð við náttúruna og því er Mustang í Nepal hinn fullkomni áfangastaður. 

Vatnsberinn: Taívan

Ljósmynd/Unsplash/TangChi Lee

Á ferðalögum hefur vatnsberinn gaman að því að sökkva sér niður í list og menningu. Taívan ætti því að geta glatt vatnsberann.

Fiskurinn: Japan

Ljósmynd/Pexels/Carlo Obrein

Japan, og þá sérstaklega Vestur-Japan, ætti að fullnægja öllum ferðaþrám fiskanna með töfrandi náttúru og fallegum vötnum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert