Nýtt Hollywood-ferðaæði gerir allt vitlaust

Nokkrar af fyrirmyndum ferðalaga ársins í ár
Nokkrar af fyrirmyndum ferðalaga ársins í ár Samsett mynd

Nýtt áberandi æði er á uppleið í ferðaheiminum og er búist við því að það verði mjög vinsælt hjá ferðamönnum í ár. „Set-jetting“ er nýjasta æðið en þá skipuleggur fólk ferðalagið út frá vinsælum sjónvarpsþáttum eða kvikmyndum til þess að upplifa eitthvað svipað og það sem það sér á sjónvarpsskjánum.

Í fyrra flykktust Íslendingar og fólk hvaðanæva að úr heiminum í ferðalög. Eftir rúmlega tveggja ára ferðabann vegna kórónuveirunnar tók fólk heldur betur við sér og dreif sig af stað. Þrátt fyrir að árið í fyrra hafi séð þessa svakalegu aukningu í ferðalögum á árið í ár víst að toppa það og ætla margir að ferðast í anda vinsælustu þátta síðustu ára.  

Ætla að eyða meiri peningum

Samkvæmt nýlegri könnun American Express Travel, sagðist meirihluti svarenda ekki aðeins ætla í fleiri ferðalög á þessu ári en í fyrra heldur ætlar það sér að eyða meiri peningum í ferðalögin. 

„Þegar fólk heldur áfram að vera fús að fara í ferðir sjáum við aukna áherslu lagða á upplifunina. Fólk vill gera þær persónulegar og miða þær út frá ástríðum sínum.“ sagði Audrey Hendley, forseti American Express Travel, í viðtali við tímaritið Travel + Leisure

Æði komið fyrir „set-jetting“

Eitt þema sem er að verða mun algengara meðal ferðamanna um allan heim: „Set–jetting“ en það er þegar fólk ferðast á staði sem það sér í vinsælum sjónvarpsþáttum eða Hollywood–kvikmyndum.

Ferðaþjónusta tengd skemmtanaiðnaði hefur verið að aukast mikið og árið framundan gæti vel orðið það stærsta hingað til. Þúsaldar– og Gen–Z–kynslóðirnar eru þó líklegastar til þess að ferðast á áfangastaði eftir að hafa séð þá í sjónvarpsþáttum, fréttaveitum, samfélagsmiðlum eða kvikmyndum.

Ferðainnblástur frá uppáhaldsþáttum

„Fólk er að bóka ferðir til áfangastaða eins og Yellowstone, Parísar og Sikileyja eftir að hafa fengið innblástur frá uppáhaldsþáttum sínum.“ Það er því ekki erfitt að giska á að ferðamenn séu að leita sér að borgum, hótelum og upplifunum eins og komu fram í The White Lotus, Yellowstone og Emily in Paris, meðal annarra. 

„Við fylgjumst vel með þúsaldar– og Gen–Z–kynslóðunum þar sem venjur þeirra og áhugamál munu halda áfram að móta stefnur ferðalaga,“ segir Hendley. 

Til viðbótar við „set–jetting“ er einnig endurnýjaður áhugi á matarferðalögum, vellíðunar- og slökunarferðum og fyrir þá ævintýragjörnustu, að ferðast utan alfaraleiða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert