5 bestu hótelin fyrir fjölskyldur á Tenerife

Ljósmynd/Pexels

Sumarið nálgast óðum og hugur margra kominn út fyrir landsteinana. Þó sumarfríið sé mikið tilhlökkunarefni fyrir flesta getur reynst snúið að skipuleggja ferðalag fyrir alla fjölskylduna, ekki síst þegar mismunandi aldurshópar ætla að njóta saman. 

Það er því ekki skrýtið að Íslendingar hafi tekið ástfóstur við Tenerife því áfangastaðurinn býður upp á eitthvað fyrir alla aldurshópa. Þangað sækja fjölskyldur í miklu mæli enda afar fjölskylduvænn staður.

Nýverið tók Trip Advisor saman fjölskylduhótelin á Tenerife sem hafa skorað hæst í ár.

1. Iberostar Selection Anthelia

Hótelið er staðsett við Fañabe-ströndina og hentar sérlega vel fyrir fjölskyldur. Alls eru þrjár sundlaugar við hótelið. Þar er einnig skemmtilegur klúbbur fyrir krakka þar sem þau geta leikið sér og stundað íþróttir. 

Hótelið er með fimm stjörnur.
Hótelið er með fimm stjörnur. Ljósmynd/Booking.com

2. Iberostar Bouganville Playa

Hótelið er staðsett við sjávarsíðuna í San Eugenio, um 200 metrum frá Playa del Bobo-ströndinni. Í barnaklúbbi hótelsins er skemmtidagskrá fyrir börnin, en þar að auki býður hótelið upp á skemmtilega leikvelli, sýningar og rennibrautir sem ættu að gleðja stutta ferðalanga. 

Hótelið er með fjórar stjörnur.
Hótelið er með fjórar stjörnur. Ljósmynd/Booking.com

3. Gran Melia Palacio de Isora

Hótelið er staðsett við sjávarsíðina í Alcalá og býður upp á nokkrar sundlaugar, þar á meðal eina sem er aðeins fyrir fullorðna og aðskilda sundlaug fyrir börnin með rennibraut og krakkaklúbbi. 

Hótelið er með fimm stjörnur.
Hótelið er með fimm stjörnur. Ljósmynd/Booking.com

4. Hard Rock Hotel Tenerife

Hótelið er staðsett í Adeje og státar af þremur sundlaugum og saltvatnslóni. Þar er boðið upp á úrval af afþreyingu fyrir alla aldurshópa, þar á meðal strandklúbb og krakkaklúbb fyrir börn og unglinga.

Hótelið er með fimm stjörnur.
Hótelið er með fimm stjörnur. Ljósmynd/Booking.com

5. Dreams Jardin Tropical

Hótelið er staðsett við ströndina í Adeje, en hinn geysivinsæli vatnsrennibrautagarður Siam Park er í aðeins 3 mínútna akstursfjarlægð frá hótelinu. Það er nóg af afþreyingu fyrir börnin í krakkaklúbb hótelsins.

Hótelið er með fjórar stjörnur.
Hótelið er með fjórar stjörnur. Ljósmynd/Booking.com
mbl.is